Það er kannski til marks um að ljósvaki sé farinn að eldast að hann hóf í sumar að horfa á hina sígildu gamanþáttaröð Frasier á Viaplay-streymisveitunni og hefur einstaklega gaman af
Hress Frasier sneri aftur á skjáinn í fyrra.
Hress Frasier sneri aftur á skjáinn í fyrra. — AFP/Jesse Grant

Gunnar Egill Daníelsson

Það er kannski til marks um að ljósvaki sé farinn að eldast að hann hóf í sumar að horfa á hina sígildu gamanþáttaröð Frasier á Viaplay-streymisveitunni og hefur einstaklega gaman af.

Kannski er þetta eitthvað sem gerist ósjálfrátt hjá manni þegar vissum aldri, segjum 35 ára, er náð.

Allavega fór ljósvaki að finna fyrir áhuga, jafnvel þörf, á að kynna sér þessa þætti sem áður þóttu óspennandi og bara eitthvert „grín fyrir fullorðna“. Það er eitthvert sannleikskorn í því en ekki neinni tilviljun háð að Frasier hafi verið í sjónvarpinu í 11 ár á sínum tíma og endurlífgaður á síðasta ári. Þáttaröðin er bráðskemmtileg og skrifast það, eins og í tilfelli allra grínþátta sem

...