Svar mennta- og barnamálaráðuneytisins við erindi umboðsmanns barna hefur ekki slegið á áhyggjur embættisins af innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og eftirliti ráðherra með framkvæmd skólastarfs. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns og af þeim…
Skólabörn Umboðsmaður barna hefur sent ráðuneytinu annað bréf.
Skólabörn Umboðsmaður barna hefur sent ráðuneytinu annað bréf. — Morgunblaðið/Eggert

Svar mennta- og barnamálaráðuneytisins við erindi umboðsmanns barna hefur ekki slegið á áhyggjur embættisins af innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og eftirliti ráðherra með framkvæmd skólastarfs. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns og af þeim sökum hefur Salvör Nordal umboðsmaður barna sent annað bréf til ráðuneytisins þar sem áhyggjur hennar eru áréttaðar.

Salvör sendi ráðuneytinu bréf 25. júlí þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu innleiðingar á námsmatinu og skýrslu um framkvæmd skólahalds. Ráðuneytið svaraði 19. ágúst en það veitti ekki fullnægjandi upplýsingar að mati umboðsmanns.

„Óafsakanlegt“

Í bréfi umboðsmanns sem sent var 21. ágúst segir m.a. að af svari ráðuneytisins megi ráða að ekki liggi fyrir skýr og heildstæð innleiðingaráætlun á nýju samræmdu námsmati

...