Hnébeygja er uppáhaldsæfingin.
Hnébeygja er uppáhaldsæfingin.

Ég byrjaði snemma að æfa fimleika hjá Gerplu og varð yfir mig ástfangin af íþróttinni. Ég lenti svo í því óhappi að lenda á hálsinum á fimleikaæfingu og eftir það átti ég erfitt andlega með að gera sömu hreyfingar vegna hræðslu. Ég tók í kjölfarið erfiða ákvörðun og hætti eftir að hafa æft í mörg ár,“ segir Kristbjörg.

„Ég var þó ekki lengi að finna ástina á ný og byrjaði í frjálsum íþróttum hjá Fjölni. Eftir nokkur ár meiddist ég illa aftan í læri og bataferlið var alveg skelfilega langt sem reyndi einstaklega mikið á andlegu hliðina. En áhugi minn á hreyfingu hefur alltaf verið til staðar og mun halda áfram að vera það á komandi árum,“ bætir hún við.

Kristbjörg er búsett í Árbænum ásamt kærasta sínum, Hinriki Val Þorvaldssyni, og starfar sem verslunarstjóri í Wodbúð og þjálfari í Afrek og Reykjavík MMA. Hún útskrifaðist sem einkaþjálfari frá

...