Norðfjarðarkirkja Minningarstund var í kirkjunni í gærkvöldi.
Norðfjarðarkirkja Minningarstund var í kirkjunni í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við erum auðvitað bara óskaplega slegin yfir þessum hörmulegu atburðum sem hafa átt sér stað í þessari viku,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, um ástandið í sveitarfélaginu.

Karlmaður á fertugsaldri, sem búsettur var í Neskaupstað ásamt fjölskyldu sinni, varð fyrir voðaskoti á gæsaveiðum að morgni sl. þriðjudags. Minningarstund var haldin í Norðfjarðarkirkju í gærkvöldi en bænastund hafði einnig verið í Heydalakirkju sl. miðvikudagskvöld en maðurinn var ættaður frá Breiðdalsvík.

Áfallamiðstöð verður opnuð í Egilsbúð í Neskaupstað í dag vegna þessara áfalla sem dunið hafa á samfélaginu, sagði sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Norðfjarðarkirkju, við mbl.is í gær.

Snertir alla landsmenn

Jón

...