„Við treystum okkur alveg í þetta, við syngjum mikið og erum í góðri þjálfun,“ segir Áslákur Ingvarsson barítón, en hann og félagar hans í Sviðslistahópnum Óði ætla að freista þess að setja heimsmet á morgun, laugardag, á Menningarnótt,…
Sviðslistahópurinn Óður Sigurður Helgi píanisti, Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þórhallur Auður Helgason tenór, Ragnar Pétur Jóhannsson bassi og Áslákur Ingvarsson baritón. Áslákur gekk til liðs við Óð fyrir tveimur árum.
Sviðslistahópurinn Óður Sigurður Helgi píanisti, Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þórhallur Auður Helgason tenór, Ragnar Pétur Jóhannsson bassi og Áslákur Ingvarsson baritón. Áslákur gekk til liðs við Óð fyrir tveimur árum.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Við treystum okkur alveg í þetta, við syngjum mikið og erum í góðri þjálfun,“ segir Áslákur Ingvarsson barítón, en hann og félagar hans í Sviðslistahópnum Óði ætla að freista þess að setja heimsmet á morgun, laugardag, á Menningarnótt, þegar þau syngja þrjár óperur í fullri lengd á sama degi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þetta eru gamanóperurnar Póst-Jón, Don Pasquale og Ástardrykkurinn.

„Hugmyndin var ekki að setja heimsmet, heldur fyrst og fremst að halda uppskeruhátíð síðustu þriggja ára hjá okkur sem erum saman í Óði. Þetta verður óður til óperunnar, en að syngja þrjár óperur sama dag með sömu söngvurum yrði aldrei gert í óperuhúsum, það myndi til dæmis stangast á við kjarasamninga. Við í Óði erum í öruggu umhverfi sem við þekkjum vel og

...