„Við erum svo ofboðslega ólík og drifkraftur okkar liggur á svo ótrúlega mismunandi stöðum. Þess vegna er engin ein uppskrift að árangri. Árangur fæst samt ekki nema þú vinnir vinnuna óháð drifkrafti. Hjá mér náðist hann í raun „óvart“ í fyrstu, þ.e. ef ég ætti að skilgreina árangurinn sem aukinn vöðvamassa. En í mínu tilfelli var það bara hliðarafurð.“
Ingunn ítrekar að öll hreyfing sé holl og segir litlu venjurnar geta skipt sköpum.
Ingunn ítrekar að öll hreyfing sé holl og segir litlu venjurnar geta skipt sköpum.

Í dag er Ingunn með BS-gráðu í viðskiptafræði og MS-gráðu í íþróttavísindum og þjálfun. Hún starfar sem íþróttafræðingur og líkamsræktarþjálfari í Heilsuklasanum, þar sem hún þjálfar bæði hópa og einstaklinga, en samhliða þjálfuninni er hún í hlutastarfi hjá Sportvörum.

„Ég tel það mikil forréttindi að vinna við það sem ég elska. Það er ekki sjálfgefið að hlakka til að mæta í vinnuna á morgnana, enda hef ég aldrei upplifað það fyrr en ég fór að vinna í fullri vinnu við þjálfun,“ segir Ingunn.

Slysaðist í íþróttafræðinám og varð þjálfari

„Það er eiginlega galið að segja frá því að ég fann mig aldrei í neinni íþrótt þegar ég var yngri. Ég fór ekki að hreyfa mig að ráði fyrr en ég var orðin 16 ára gömul. Um það leyti held ég að eðlið mitt hafi kikkað inn og þörfin fyrir útrás. Í einhverri prófatörninni fékk ég bilaða löngun

...