Vinsælt er að taka þátt í hlaupinu.
Vinsælt er að taka þátt í hlaupinu.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, ráðleggur þeim sem taka vilja þátt í Menningarnótt að klæða sig vel og hafa bæði vettlinga og húfu meðferðis. Segir hann von á „þokkalega björtu veðri“ yfir daginn en kólnandi veðri með kvöldinu. Mun hiti að líkindum detta niður í fimm til sex gráður.

„Það verður þokka­lega bjart veður, hálf­skýjað og bjart með köfl­um. Fín­asta veður þannig lagað séð. Hit­inn fer samt ekki mikið yfir tíu eða ellefu stig þegar best læt­ur,“ seg­ir Þor­steinn og bætir við að hiti muni svo falla talsvert hratt með kvöldinu.

„Það verður ákveðin norðanátt, í kring­um fimm til tíu metr­ar á sek­úndu. Það gæti orðið svolítið hvasst við Sæ­braut­ina og úti á Seltjarn­ar­nesi,“ seg­ir hann, en hlauparar munu einmitt fara þá leið. Þá mun draga úr vindi þegar líður á daginn.