Kúmenplantan er lækningajurt sem er góð gegn kvefi, meltingarsjúkdómum og hefur góð áhrif á konur með barn á brjósti. Þetta kom meðal annars fram í máli Bjarkar Bjarnadóttur umhverfisþjóðfræðings í árlegri kúmengöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur í Viðey í vikunni
Borgarsögusafn Björk Bjarnadóttir fræðir fólkið um kúmenið í Viðey.
Borgarsögusafn Björk Bjarnadóttir fræðir fólkið um kúmenið í Viðey. — Morgunblaðið/Óskar

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Kúmenplantan er lækningajurt sem er góð gegn kvefi, meltingarsjúkdómum og hefur góð áhrif á konur með barn á brjósti.

Þetta kom meðal annars fram í máli Bjarkar Bjarnadóttur umhverfisþjóðfræðings í árlegri kúmengöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur í Viðey í vikunni.

Um tvö hundruð manns mættu í gönguna að þessu sinni og segir Björk það færast í vöxt að fólk sæki út í náttúruna til að læra

...