Smáir Dýralæknar mæla annan pönduhúninn sem fæddist í Berlín.
Smáir Dýralæknar mæla annan pönduhúninn sem fæddist í Berlín. — Ljósmynd/Dýragarðurinn í Berlín

Dýragarðurinn í Berlín tilkynnti í gær að pandan Meng Meng hefði fætt tvo húna í garðinum.

Húnarnir komu í heiminn á fimmtudag, voru 14 sentímetra langir og vógu 136 og 169 grömm. Í tilkynningu frá dýragarðinum segir að húnunum heilsist vel og njóti umönnunar móður sinnar og sérfræðinga garðsins.

Pönduhúnar fæðast hárlausir, blindir og heyrnarlausir og talsverður tími líður áður en þeir fá svarthvíta feldinn sem einkennir pandabirni.

Meng Meng og karldýrið Jiao Qing komu í dýragarðinn í Berlín árið 2017 í láni frá Kína. Árið 2019 eignaðist Meng Meng tvo húna, sem nefndir voru Pit og Paule, fyrstu pandabirnina sem komu í heiminn í Þýskalandi.

Lánssamningurinn kvað á um að

...