Tryggva Helena Sigtryggsdóttir fæddist 21. september 1923. Hún lést 9. ágúst 2024. Útför fór fram 22. ágúst 2024.

„Nei, ertu komin, elsku dúllan,“ var kveðjan þegar ég kom inn í stofu hjá ömmu Lenu eftir lendingu í vinnuferðir til Íslands. Ég er svo ljónheppin að hafa átt ömmu í rúm 56 ár, bókstaflega frá fyrsta degi lífs míns til síðasta dags hennar. Ég ber bæði nafn hennar og gælunafn, en þegar ég hugsa til baka notaði hún þó oftast önnur gælunöfn; dúllan, elskan, ljósið eða Sveindís, sem hún kallaði mig sem barn. Amma var falleg, greind, dugleg, blíð, hláturmild, hannyrðakona, alltaf vel til fara og alltaf til í skemmtilegheit. Hún var miðpunktur stórfjölskyldunnar, alltaf hægt að detta þar inn, borða sig saddan og hitta einhvern úr fjölskyldunni. Svenni sonur minn lærði snemma að borða aldrei neitt nema amma sæi það, því annars þyrfti hann borða meira.

...