Það var enginn barlómur í forsvarsmönnum tveggja þyrlufyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á útsýnisflug yfir gossvæðið á Reykjanesi, sem vaknaði af stuttum dvala sínum í gærkvöldi
<strong>Ferðaþjónustan </strong>Til að spara sér sporin kýs sumt fólk að fara í útsýnisferðir með þyrlum til að berja eldgos augum.
Ferðaþjónustan Til að spara sér sporin kýs sumt fólk að fara í útsýnisferðir með þyrlum til að berja eldgos augum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Það var enginn barlómur í forsvarsmönnum tveggja þyrlufyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á útsýnisflug yfir gossvæðið á Reykjanesi, sem vaknaði af stuttum dvala sínum í gærkvöldi. Forsvarsmennirnir voru sammála um að slæmt veður hefði sett svip á þyrluferðir í sumar en segjast ekki finna fyrir samdrætti.

„Þetta ár hjá þyrlufyrirtækjum hefur mótast af veðráttunni en almennt séð kvörtum við ekki. Það væri óskandi að hafa fengið betra veður í sumar. Til að mynda rigndi meira í júlí á landinu en hafði gert í 40 ár,“ segir Birgir Ómar Haraldsson forstjóri Norðurflugs spurður um sumarvertíðina.

Bókanir tóku strax kipp

Aðspurður hvort bókanir hafi tekið kipp eftir

...