Ríkissaksóknari Dómsmálaráðherra veltir enn vöngum yfir ósk Sigríðar Friðjónsdóttur um að leysa Helga Magnús tímabundið frá störfum.
Ríkissaksóknari Dómsmálaráðherra veltir enn vöngum yfir ósk Sigríðar Friðjónsdóttur um að leysa Helga Magnús tímabundið frá störfum. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, er enn með til skoðunar hvernig bregðast skuli við þeirri ósk Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara tímabundið frá störfum.

Helgi Magnús hefði átt að hefja störf á nýjan leik hjá embættinu í gær að loknu sumarleyfi. Hann mætti þó ekki til starfa og sagði í samtali við mbl.is að hann virti ósk ríkissaksóknara þar um. Til þeirra tíðinda dró sl. mánudag að ríkissaksóknari krafðist þess af Helga Magnúsi að hann skilaði lyklum og fartölvu embættisins, en sú krafa var dregin til baka fáeinum stundum síðar.

Ekki liggur fyrir hvenær dómsmálaráðherra tekur ákvörðun, en ráðherrann hefur sótt ráð, bæði innan ráðuneytisins og utan, um hvernig við skuli brugðist.