Tekjur jukust milli ára.
Tekjur jukust milli ára.

Ljósleiðarinn ehf., dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tapaði rúmum 480 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Tapið minnkar frá síðasta ári en á sama tímabili í fyrra var það tæpar 250 milljónir.

Eignir Ljósleiðarans nema nú 37 milljörðum króna og eru óbreyttar milli ára.

Eigið fé fyrirtækisins er rúmir 12,4 milljarðar og breytist óverulega frá 2023.

Eiginfjárhlutfall félagsins var 34,7% í lok tímabilsins.

Í uppgjörstilkynningu segir að í kjölfar kaupa Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar hafi tekjur aukist um tæp 40%. Rekstrartekjur á fyrri helmingi yfirstandandi árs námu 2.770 milljónum króna en voru 2.019 milljónir fyrstu sex mánuðina 2023.

Samkvæmt tilkynningunni hefur verið unnið að því að fella stofnnetið að kerfum Ljósleiðarans. Þá segir að á fyrri helmingi ársins falli ytri kostnaður vegna kaupa stofnnetsins hlutfallslega þyngra til en tekjur miðað við þegar fram í sækir. Vöxtur gjalda sé því nánast samsvarandi tekjuvextinum í

...