Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika á Menningarnótt í Reykjavík, í dag klukkan 15 og 17 í Eldborg. Segir í tilkynningu að það séu stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Fílalags, þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason, sem leggi á…
Hlaðvarpið Fílalag Bergur Ebbi og Snorri koma fram á tónleikunum.
Hlaðvarpið Fílalag Bergur Ebbi og Snorri koma fram á tónleikunum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika á Menningarnótt í Reykjavík, í dag klukkan 15 og 17 í Eldborg. Segir í tilkynningu að það séu stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Fílalags, þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason, sem leggi á djúpið og „fíli“ klassík eftir Mozart, Önnu Þorvaldsdóttur, Strauss, Prokofíev, Wagner og fleiri en hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins. „Bergur Ebbi og Snorri afhjúpa óvæntar tengingar tónlistarinnar sem flutt verður við menningu okkar og samtíma af sinni alkunnu skarpskyggni og húmor. Aldrei að vita nema Bergur Ebbi og Snorri taki sjálfir lagið.“ Þá er tekið fram að aðgangur á tónleikana sé ókeypis og allir séu velkomnir meðan húsrúm leyfi en bóka þurfi miða.