Engin verkefni virðast vera hinum vösku íslensku björgunarsveitarmönnum ofviða. Ef einhvern tíma þyrfti nauðsynlega að finna nál í heystakki, eins og í máltækinu sem svo mikið er notað, þá myndu íslensku björgunarsveitirnar líklega ráða fram úr því
Léttir Tolli og Hákon þegar Tolli endurheimti myndina í húsakynnum björgunarsveitarinnar í gær.
Léttir Tolli og Hákon þegar Tolli endurheimti myndina í húsakynnum björgunarsveitarinnar í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Engin verkefni virðast vera hinum vösku íslensku björgunarsveitarmönnum ofviða. Ef einhvern tíma þyrfti nauðsynlega að finna nál í heystakki, eins og í máltækinu sem svo mikið er notað, þá myndu íslensku björgunarsveitirnar líklega ráða fram úr því.

Hér í blaðinu á fimmtudag var sagt frá hremmingum sem myndlistarmaðurinn Tolli Morthens lenti í ásamt ljósmyndara blaðsins, Árna Sæberg. Höfuðskepnurnar sáu þá til þess að óþornað málverk Tolla fauk út úr bifreið þeirra á Landmannaleið og út í náttúruna. Málverkið er nú komið í leitirnar.

Eftir að Morgunblaðinu var dreift um morguninn fékk Árni Sæberg símtal frá Hákoni Erni Árnasyni hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi sem tjáði Árna að þau hefðu ómerkt málverk undir höndum en væri nú ljóst

...