Lindarkirkja Staður viðburðar.
Lindarkirkja Staður viðburðar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kirkjudagar, sem verða í Lindakirkju í Kópavogi, hefjast á morgun, sunnudag, og standa til 1. september. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á starfi þjóðkirkjunnar og hvetja til umræðu um trú og kirkju í samfélaginu. Kirkjudagar hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík, sem verður jafnframt lokaguðsþjónusta sr. Agnesar M. Sigurðardóttur sem biskups Íslands. Að guðsþjónustu lokinni verða pílagrímsgöngur frá kirkjum á höfuðborgarsvæðinu að Lindakirkju þar sem setning Kirkjudaga fer fram. Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“; stef sem er sótt í Mattheusarguðspjall.

Á Kirkjudögum verða haldnar 40 málstofur í Lindakirkju um margvísleg málefni. Málstofurnar verða frá mánudegi til fimmtudags (26.-29. ágúst).

Föstudaginn 30. ágúst fer afhending heiðursviðurkenningar Liljunnar fram en hana fær fólk

...