Dul­ar­fullt póst­kort barst bank­an­um Sw­an­sea Build­ing Society í Wales á dög­un­um en sam­kvæmt dag­setn­ing­unni á póst­stimpl­in­um skilaði bréfið sér um 121 ári of seint. Bank­inn grein­ir frá þessu á Face­book og staðfest­ir að bréfið, sem…

Dul­ar­fullt póst­kort barst bank­an­um Sw­an­sea Build­ing Society í Wales á dög­un­um en sam­kvæmt dag­setn­ing­unni á póst­stimpl­in­um skilaði bréfið sér um 121 ári of seint. Bank­inn grein­ir frá þessu á Face­book og staðfest­ir að bréfið, sem stílað var á Lydiu Davies, hafi skilað sér á rétt­an stað en hún hafi búið á þess­um stað fyr­ir yfir 100 árum. „Þetta er ótrú­legt, eig­in­lega svo­lítið óhugn­an­legt. Frí­merkið sjálft er af Játvarði kon­ungi, hann var kon­ung­ur frá 1901 til 1910,“ sagði hann og bætti við að það væri aug­ljóst að bréfið væri afar gam­alt. Nánar á K100.is.