Alfreð fer á pósthúsið. Afgreiðslukonan: „Þú gleymdir einum punkti hérna.“ Alfreð svarar: „Getur þú ekki bætt honum við fyrir mig?“ „Því miður, hann verður að vera með sömu rithönd og hitt!“ Kennarinn spyr nemendurna hvað þeir ætli að verða í…

Alfreð fer á pósthúsið. Afgreiðslukonan: „Þú gleymdir einum punkti hérna.“ Alfreð svarar: „Getur þú ekki bætt honum við fyrir mig?“
„Því miður, hann verður að vera með sömu rithönd og hitt!“
Kennarinn spyr nemendurna hvað þeir ætli að verða í framtíðinni: „Ég ætla að verða kennari eins og þú!“ „Hvers vegna?“ „Af því að á morgnana hefur þú alltaf rétt fyrir þér og ert svo kominn í frí eftir hádegi!“

„Þjónn, það er hár í kjúklingasúpunni minni!“ „Ja, hérna! Nei, þetta er bara augnhár af kjúklingnum!“

Friðriki lá við drukknun þegar honum var bjargað af lögreglukonu: „Af hverju syntir þú ekki í land?“ Friðrik svarar: „Nú, það stendur á skiltinu þarna að það sé bannað að synda í vatninu!“