Svandís Svavarsdóttir fæddist 24. ágúst 1964 á Selfossi en alin upp í Vesturbænum í Reykjavík. „Ég var víða í sveit sem barn, á Ströndum, Skógarströnd og á Fellsströnd. Svo dvaldi ég oft á sumrum á Selfossi hjá afa og ömmu.“ Svandís var…
Spilað saman Tumi og nokkur barnabörn að spila saman á hljóðfæri á jólum.
Spilað saman Tumi og nokkur barnabörn að spila saman á hljóðfæri á jólum.

Svandís Svavarsdóttir fæddist 24. ágúst 1964 á Selfossi en alin upp í Vesturbænum í Reykjavík. „Ég var víða í sveit sem barn, á Ströndum, Skógarströnd og á Fellsströnd. Svo dvaldi ég oft á sumrum á Selfossi hjá afa og ömmu.“

Svandís var í Austurbæjarskóla, gamla Stýrimannaskólanum, Melaskóla og Hagaskóla. Svo í Menntaskólanum við Hamrahlíð og loks í Háskóla Íslands þar sem hún lagði stund á nám í almennum málvísindum og íslensku og síðar MA-nám í íslenskri málfræði. „Ég stundaði ýmis störf sem unglingur eins og tíðkaðist, í fiski, við afgreiðslustörf og á leikskólum.“

Svandís bjó og starfaði sem kennari við Grunnskólann í Hrísey og Tónlistarskólann í Hrísey árin 1982-1984 og vann fjöldamörg sumur á skrifstofu Hríseyjarhrepps fram á 10. áratuginn. Einnig við prófarkalestur bæði á Þjóðviljanum, hjá bókaforlögum og svo síðar

...