Valgerður Guðmundsdóttir fæddist 24. ágúst 1924 í Reykjavík en ólst upp á Minna-Mosfelli og í Seljabrekku í Mosfellsdal. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarnveig Guðjónsdóttir, f. 1896, d. 1979, og Guðmundur Þorláksson, f. 1894, d. 1985.

Valgerður útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla Islands 1946 og vann ljósmóðurstörf til ársins 1968 þegar hún fluttist ásamt eiginmanni og börnum að Hrísum í Svarfaðardal. Valgerður var varaformaður Ljósmæðrafélags Islands 1955-1959 og var síðan formaður Ljósmæðrafélagsins 1959-1965. Hún sat í kvenréttindanefnd 1955-1968. Einnig var hún í stjórn Kvenfélags Bessastaðahrepps um tíma.

Eftir að Valgerður fluttist í Svarfaðardalinn starfaði hún hjá Verkalýðsfélaginu Einingu á Dalvík. Hún sat í hreppsnefnd Dalvíkurhrepps 1970-74 og var formaður Félagsmálaráðs 1970-1978. Þá var hún í stjórn Dalbæjar 1970-1978 og formaður Kvenfélagsins Vöku á Dalvík 1970-1973.

Eiginmaður Valgerðar var Ingvi Björn Antonsson, f. 1928, d. 1993, bóndi á Hrísum.

...