Ráðast á tafarlaust í þær umbætur sem hægt er að gera strax

Í borgarskipulagi er í vaxandi mæli horft til þess að skapa þannig aðstæður að fólk þurfi ekki að leita langt frá heimili sínu þegar það gengur daglegra erinda. Allt á að vera innan seilingar og helst á ferðatími ekki að vera meiri en kortér.

Íbúar milljónaborga þurfa iðulega að verja miklum tíma í ferðir. Umferð er þung og það getur tekið sinn tíma að nota almenningssamgöngur. Oft eru þær þó vænni kostur en að keyra. Í milljónaborgum eru margir á ferðinni og það getur borgað sig að byggja upp lestarkerfi til þess að draga úr umferðarálaginu.

Svo virðist sem í Reykjavík hafi ráðamenn horft öfundaraugum til stórborganna með sínar umferðarteppur og -stíflur. Þeir virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að það eru lífsgæði að vera fljótur að komast leiðar sinnar, vera kortér í vinnuna í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Þegar talað er um

...