Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson ætlar að taka annað tímabil með Valsmönnum. Alexander, sem er 44 ára gamall, verður þar með langelsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í handbolta. Alexander staðfesti fregnirnar í samtali við Stöð 2 í fyrradag
Elstur Hinn 44 ára gamli Alexander Petersson er engum líkur.
Elstur Hinn 44 ára gamli Alexander Petersson er engum líkur. — Morgunblaðið/Jóhann Ingi

Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson ætlar að taka annað tímabil með Valsmönnum.

Alexander, sem er 44 ára gamall, verður þar með langelsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Alexander staðfesti fregnirnar í samtali við Stöð 2 í fyrradag. Hann var í stóru hlutverki hjá Val á síðasta tímabili þegar liðið varð Evrópubikarmeistari.

Í viðtalinu tók Alexander fram að komandi tímabil yrði sennilega hans síðasta.