Ef ég hefði skrifað þessi ljóð fyrir þrjátíu árum, þá hefði ég aldrei getað gefið þau út á þeim tíma, af því ég hefði ekki verið tilbúin til að berskjalda mig svona. En eftir því sem maður verður eldri kemst maður að því að það er kannski bara allt í lagi
Kristín Þóra „Ég var auðvitað skíthrædd við að sýna þetta.“
Kristín Þóra „Ég var auðvitað skíthrædd við að sýna þetta.“ — Ljósmynd/Silla Páls

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ef ég hefði skrifað þessi ljóð fyrir þrjátíu árum, þá hefði ég aldrei getað gefið þau út á þeim tíma, af því ég hefði ekki verið tilbúin til að berskjalda mig svona. En eftir því sem maður verður eldri kemst maður að því að það er kannski bara allt í lagi. Öryggi eykst með hækkandi aldri og ég er ekkert að spá í það þótt einhverjum finnist kannski lítið til þessara ljóða koma,“ segir Kristín Þóra Harðardóttir lögfræðingur, en hún sendi á dögunum frá sér sína fyrstu ljóðabók, Átthagafræði.

„Ég hef lengi verið með það einhvers staðar djúpt í hugsuninni að skrifa, og ég hef farið á nokkur námskeið til að læra ýmislegt í tengslum við skrif. Ég var alltaf með í huga að skrifa samfelldan texta, prósa, en ég komst að því að ljóðaskrif hentuðu mér

...