Að útlista er að skýra, útskýra, skilgreina. „Eðlisfræðikennarinn útlistaði nákvæmlega fyrir okkur hvernig smíða mætti kjarnorkusprengju.“ Að útbreiða er hins vegar að breiða e-ð út, eins og vænta mætti; dreifa e-u á marga…

útlista er að skýra, útskýra, skilgreina. „Eðlisfræðikennarinn útlistaði nákvæmlega fyrir okkur hvernig smíða mætti kjarnorkusprengju.“ Að útbreiða er hins vegar að breiða e-ð út, eins og vænta mætti; dreifa e-u á marga staði. Vilji maður útbreiða orðróm, dreifa kjaftasögu, er best að nota það orð, útlista dugir ekki.