Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Nú hillir undir að framkvæmdir hefjist við uppsetningu fjölorkustöðvar N1 á lóðinni Fiskislóð 15-21 á Granda. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir reitinn og staðfesti borgarráð þá afgreiðslu á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag.

Nokkrar athugasemdir bárust þegar deiliskipulagið var auglýst. Meðal annars gera Landssamtök hjólreiðamanna athugasemdir við það að öryggi hjólandi og gangandi yrði ekki nægilega tryggt miðað við þær teikningar sem lágu fyrir.

Samtökin eru andsnúin því að þarna verði settar upp eldsneytisdælur en amast ekki við hleðslustöðvum. „Í öðru lagi leggst LHM gegn staðsetningu þessara byggingarreita innan lóðarinnar upp við aðkomu gangandi

...