Þegar kemur að því að halda uppi málstað og merkjum kristninnar ætti að vera hægt að leggja traust sitt á forsvarsmenn þjóðkirkjunnar, en jafnvel þeir eru alltof oft hikandi.
Krossinn hefur verið fjarlægður úr einkennismerki Kirkjugarða Reykjavíkur. Kristnir menn hafa svo sannarlega enga ástæðu til að fagna því.
Krossinn hefur verið fjarlægður úr einkennismerki Kirkjugarða Reykjavíkur. Kristnir menn hafa svo sannarlega enga ástæðu til að fagna því. — Morgunblaðið/Heiðar

Sjónarhorn

Kolbrún Berþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Við ættum að fagna því að búa í kristnu þjóðfélagi og hafa kristin gildi í heiðri í stað þess að leitast við að fela þau. Það er fallegur boðskapur í orðunum um að elska náungann eins og sjálfan sig, fyrirgefa þeim sem gera á hlut okkar og dæma ekki svo maður verði ekki sjálfur dæmdur. Kristinn siðaboðskapur eins og þessi er eilífur og ætíð þess virði að hann sé varinn.

Þegar kemur að því að verja kristnina og hin kristnu gildi er hin íslenska þjóð í of miklum mæli sljó og löt. Hún er upptekin við annað, eins og það að reyna að safna fjársjóðum á jörðu og um leið er lítið rými fyrir andlegar þenkingar. Svo þykir víst ekki lengur sérlega fínt að vera kristinn.

...