— Morgunblaðið/Ásdís

Fyrir 4 (miðlungshrátt)

1 kg nautalund, skorin í fjórar sneiðar

8 eggjarauður

500 gr smjör (brætt)

1 msk ferskt saxað fáfnisgras (estragon)

1 msk béarnaise essens

salt og pipar

Þeytið eggjarauðurnar þar til þær verða rjómakenndar. Bætið svo bræddu smjöri út í eggin og þeytið kröftuglega allan tímann þar til sósan er orðin loftkennd. Bætið út í fersku fáfnisgrasi (estragoni), béarnaise essens og salti og pipar eftir smekk.

Á sjóðheitri pönnu „lokið“ þið kjötinu á öllum hliðum. Setjið í ofn á 180°C í átta mínútur. Hafið lengur í ofni ef þið viljið hafa það minna hrátt.

...