Ef Alþingi og ráðuneyti leggjast gegn samræmdu námsmati þurfa sveitarfélög, skólar og skólafólk að taka höndum saman og þróa sjálf með sér slíkt mat.
Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

Morgunblaðið á heiður skilið fyrir ítarlega umfjöllun um hnignun íslenskra grunnskóla, í ljósi PISA-kannana, ekki síst þeirrar síðustu.

Aðför að samræmdum mælikvörðum

Fréttir, viðtöl og greinaskrif á vettvangi blaðsins hafa nú dregið fram skýra mynd af kreppu grunnskólans. Hún á rætur að rekja til fræðsluyfirvalda sem vinna markvisst gegn samræmdum mælikvörðum á námsárangur.

Skömmu eftir aldamót var hætt að birta árangur skóla í samræmdum prófum. Árið 2009 var hætt að nýta prófin sem mælikvarða á menntun og námshæfni. Samræmd próf voru aflögð tímabundið fyrir tveimur árum og nú á að leggja þau endanlega niður. Í stað þeirra á að taka upp svonefndan Matsferil sem mun draga verulega úr samanburðarforsendum

...