Einsemd er hluti af lífi mínu, ég lifi ágætlega með henni, þarfnast hennar.
Frönsk dagblöð minntust leikarans á forsíðum sínum enda var hann goðsögn í Frakklandi og víðar.
Frönsk dagblöð minntust leikarans á forsíðum sínum enda var hann goðsögn í Frakklandi og víðar. — AFP/Dimitar Dilkoft

Franski kvikmyndaleikarinn og alþjóðlega kyntáknið Alain Delon lést á dögunum, 88 ára gamall, eftir að hafa barist við heilsuleysi í nokkurn tíma. Hann gerðist svissneskur ríkisborgari árið 1999 en lést í Frakklandi.

Ferill Delons á kvikmyndatjaldinu spannaði sex áratugi og hann lék í tæplega hundrað myndum. Hann vann með heimsfrægum leikstjórum á borð við Luchino Visconti, Jean-Luc Godard, Michelangelo Antonioni og Louis Malle og hlaut margvísleg verðlaun á ferlinum.

Á hvíta tjaldinu var yfir honum ákveðin dulúð og depurð, sem gerði að verkum að hann virtist ætíð nokkuð fjarlægur. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í myndum Viscontis, Rocco og bræður hans og Hlébarðinn, og vakti mikila hrifningu í myndinni Le Samourai sem Jean-Pierre Melville leikstýrði þar sem hann lék leigumorðingja.

...