En af einhverjum sökum eru sykur og nammi einu munaðarvörurnar sem fátækt fólk má bæði eiga efni á og hafa óskert aðgengi að allan sólarhringinn.
„Að byggja upp samfélag sem er eitt stórt bílastæði með 50% afslætti á nammibarnum er tilræði við heilsu fólks,“ skrifar höfundur.
„Að byggja upp samfélag sem er eitt stórt bílastæði með 50% afslætti á nammibarnum er tilræði við heilsu fólks,“ skrifar höfundur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Smitberinn

Halldór Armand

halldorarmand@- gmail.com

Rottur taka sykur fram yfir kókaín. Líka þegar þær eru þá þegar háðar kókaíni. Séu þær í aðstæðum þar sem þær geta fengið eins mikið af fíkniefninu og þær vilja með því að þrýsta á lyftistöng, þá munu þær skipta yfir í sykur þegar þeim býðst það. Þær munu líka leggja á sig átta sinnum meiri vinnu til þess að komast í sykur heldur en kókaín. Dýrin hætta ekki einu sinni að borða sykur þótt þeim sé gefið rafstuð í hvert skipti sem þær neyta hans. Það væri þannig fróðlegt að sjá hvað myndi gerast á nammibarnum í Hagkaup eftir miðnætti á laugardegi þegar 50% afslátturinn virkjast ef rafskaut yrði tengt í nammiskúffurnar. Myndi það fæla okkur frá veislunni að fá rafstuð?

Í síðustu viku birtist frétt undir fyrirsögninni „Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag“. Umfjöllunin hófst

...