Þetta þýddi að við gætum áfram notið náttúrunnar í friði fyrir fjárgróðamönnum og vaxandi innheimtuiðnaði sem þeim fylgir og er orðinn að hreinni plágu.

Úr ólíkum áttum

Ég hef trú á því að ferðamálastjóri hafi talað fyrir munn þorra þjóðarinnar þegar hann sagði í fjölmiðlum í vikunni að fólk vildi „geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppaði bílinn“.

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda tók í sama streng og sagði „græðgisvæðingu“ birtast ferðalöngum í vaxandi mæli við náttúruperlur landsins í himinháum bílastæðagjöldum. Þá er í fjölmiðlum kallað eftir skýrari lögum og regluverki til að forða okkur út úr þessu „villta vestri“.

Fram til þessa hefur vandinn þó ekki verið sá að reglur hafi skort heldur að þær hafa verið virtar að vettugi.

Í grófum dráttum er staðan þessi:

...