Rennsli Hraunið rann í upphafi gossins til austurs og vesturs í átt að Grindavíkurvegi en rennur nú til norðurs og er vegurinn ekki talinn í hættu.
Rennsli Hraunið rann í upphafi gossins til austurs og vesturs í átt að Grindavíkurvegi en rennur nú til norðurs og er vegurinn ekki talinn í hættu. — Morgunblaðið/Eyþór

Verulega dró úr krafti eldgossins í gær sem braust út austan Sýlingarfells á tíunda tímanum í fyrrakvöld.

Gosið hófst klukkan 21.26 og opnaðist gossprunga á milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks eins og í síðustu eldgosum. Fyrstu klukkustundir gossins lengdist sprungan stöðugt í norðaustur frá Stóra-Skógfelli þar til á milli klukkan 5 og 6 í gærmorgun þegar hún var orðin sjö kílómetra löng. Á sama tíma og gosvirknin færðist norðaustur dró úr virkninni á suðurhlutanum.

Önnur gossprunga opnaðist rétt norðan við þá sem opnaðist fyrst um hálf þrjú í fyrrinótt. Hún lengdist um tvo kílómetra frá klukkan 4 til 8 í gærmorgun.

Grindavík ekki í hættu

Þá dró verulega úr skjálftavirkni og hægðist sömuleiðis á aflögun eftir klukkan 4 í gærmorgun. Var gosið þá

...