Mín vinna er að vera með sýn og stór hluti snýst síðan um að hafa vit á því að reyna að safna í kringum mig fólki sem er betra en ég á öllum sviðum.
„Þetta er þörf. Annars væri ég ekki að þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson um starf sitt í kvikmyndageiranum sem hefur fært honum ótal verðlaun og viðurkenningar.
„Þetta er þörf. Annars væri ég ekki að þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson um starf sitt í kvikmyndageiranum sem hefur fært honum ótal verðlaun og viðurkenningar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ljósbrot, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, verður frumsýnd hér á landi 28. ágúst. Myndin var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí, fékk gríðarlega góðar viðtökur og hefur síðan þá unnið til fernra alþjóðlegra verðlauna. Hún er fjórða kvikmynd Rúnars sem valin er á Cannes-hátíðina. Hún er jafnframt fjórða mynd Rúnars í fullri lengd. Hann leikstýrir, skrifar handrit og er framleiðandi.

Rúnar er 47 ára og á ferlinum hefur hann hlotið um hundrað alþjóðleg verðlaun fyrir stuttmyndir og ein þeirra, Síðasti bærinn, var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2006 sem besta stuttmyndin. Nýjasta stuttmynd hans, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum.

Fyrsta mynd Rúnars í fullri lengd, Eldfjall (2011), hlaut sautján alþjóðleg verðlaun,

...