Þýski knattspyrnumaðurinn Ilkay Gündogan er orðinn leikmaður Manchester City á nýjan leik. Gündogan, sem er 33 ára gamall, kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Barcelona og skrifaði undir eins árs samning. Þjóðverjinn yfirgaf Man. City sumarið 2023 eftir að liðið hafði unnið þrennuna. Hafði hann leikið með Man. City frá árinu 2016.

Bandaríska körfuknattleikskonan Alexis Morris er gengin til liðs við Grindavík, sem leikur í úrvalsdeildinni. Morris er 25 ára gamall bakvörður sem lék með LSU í bandaríska háskólaboltanum. Hún var í lykilhlutverki þegar LSU vann NCAA-titilinn vorið 2023 og var næststigahæst hjá liðinu.

Spánverjinn Toni Gerona er nýr þjálfari karlalandsliðs Japan í handknattleik. Gerona stýrði síðast serbneska landsliðinu en var rekinn að loknu EM í Þýskalandi í janúar.

...