— Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Tvö skip voru að dæla seiðum úr kerjum í Tálknafirði þegar Guðlaugur J. Albertsson, fréttaritari Morgunblaðsins, var þar á ferðinni nýverið.

Það eru norsku skipin Novatrans sem flytur fyrir Arctic Fish og Ronja Fjörd sem flytur fyrir Arnarlax.

Mislangt er frá skipunum að kerjunum og því þarf að dæla seiðum rúma 400 metra þar sem lengst er. Flutningur á seiðunum hefst þegar þau hafa náð um 100 gramma þyngd.

Það tekur um sex klukkustundir að dæla úr kerjunum og fylla hvert skip. Skipið tekur 420 þúsund tonn af seiðum.

Frá Tálknafirði er siglt með seiðin til Patreksfjarðar, þar sem þeim er dælt í sjókvíar.

oskar@mbl.is