Mig langaði aftur til upprunans þegar myndirnar voru mýkri. Mér finnst þessi sýning vera fyrsta skrefið í átt til þess.
„Þegar ég horfi á verkin sé ég að það er gleði í þeim,“ segir Sossa um sýninguna í Gallerí Fold.
„Þegar ég horfi á verkin sé ég að það er gleði í þeim,“ segir Sossa um sýninguna í Gallerí Fold. — Morgunblaðið/Eyþór

Sossa, Margrét Soffía Björnsdóttir, sýnir nýleg olíuverk í Gallerí Fold. Verkin eru flestöll máluð á þessu ári, hér heima og í Danmörku.

„Ég hef lengi verið með annan fótinn í Danmörku. Ég var þar í framhaldsnámi í myndlist og leigði mér þar vinnustofu í tíu ár frá 2005-2015. Ég hef tengingu við gallerí í Kaupmannahöfn og sýni þar á hverju ári. Ég er með vinnustofu í Danmörku og í Keflavík þar sem ég bý,“ segir Sossa.

Sossa er mjög vinnusöm. „Ég kann ekkert annað,“ segir hún og bætir við: „Fyrir ekki löngu kom tímabil þegar mér fannst ekkert gaman lengur. Mér fannst ég alltaf vera að mála sömu myndina. Þetta var eins og ritstífla. Kannski stafaði þetta af tilbreytingarleysi í málverkinu. Ég fór í sjálfskoðun og þessi sýning er afrakstur hennar. Sýningin heitir Umbreyting, sem vísar

...