Teymið Codapent.
Teymið Codapent. — Ljósmynd/Ólöf Rut Stefánsdóttir

Uppskeruhátíð Codapent verður haldin síðdegis í dag, Menningarnótt, frá klukkan 14-17. Codapent-teymið hefur haldið úti vinnustofu í Gunnfríðargryfju í Ásmundarsal, þar sem lyfleysa við meðvirkni hefur verið iðkuð inni í skapandi rými, eins og segir í kynningartexta. Á Menningarnótt býður Codapent gestum að skoða afrakstur vinnustofunnar og jafnvel festa kaup á Batabréfum, silkiklútum, nýútgefinni Bataplötu eða prófa lyf í föstu og fljótandi formi. Meðlimir Codapent, Hrefna Lind Lárusdóttir, Pétur Eggertsson, Guðný Hrund Sigurðardóttir og Sigurður Unnar Birgisson, ásamt tilfinningakórnum, munu stíga á svið klukkan 16 þar sem „tilllögur að skjótum bata við meðvirkni verða kynntar“.