Látum ekki undan erlendum þrýstingi byggðum á misskilningi eða ókunnugleika. Verum staðföst og verjum þá sjálfbæru nýtingu sem við höfum þegar náð.
Svanur Guðmundsson
Svanur Guðmundsson

Svanur Guðmundsson

Í umræðunni er oft á reiki hvað felst í sjálfbærri þróun. Í stuttu máli má segja að hún feli í sér að uppfylla markmið umhverfisverndar, efnahagslegs stöðugleika og almannaheilla. Hún er ætluð fyrir fólk, vistkerfi og framþróun, með öðrum orðum: vernd umhverfisins, eflingu hagkerfisins og tryggingu félagslegs öryggis. Þetta er sá grundvöllur sem allar ákvarðanir um sjálfbærni ættu að byggjast á.

Ísland leiðir í sjávarútvegi og orkumálum

Ísland hefur um áratugaskeið verið leiðandi í nýtingu náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt, bæði á sviði orkuöflunar og sjávarútvegs. Þar sem margar þjóðir eru enn að glíma við vandamál tengd loftslagsmálum og ósjálfbærri auðlindanýtingu hefur Ísland sýnt að hægt er að ná árangri sem önnur lönd geta aðeins látið sig dreyma um.

Sjálfbær

...