Ástráður Haraldsson
Ástráður Haraldsson

Allmörg stéttarfélög eiga enn ósamið við viðsemjendur um endurnýjun kjarasamninga. Eru samtöl og viðræður í gangi þessa dagana og nokkur mál eru á borði ríkissáttasemjara sem vísað hefur verið til sáttameðferðar. Ekki hefur þó dregið til neinna sérstakra tíðinda enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara.

„Við erum að starta viðræðum aftur eftir sumarleyfi og þær fara rólega í gang,“ segir Ástráður. „Þetta er allt bara í mjög yfirveguðum stellingum,“ bætir hann við.

Meðal deilna sem hafa komið til kasta sáttasemjara er kjaradeila Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins og halda þær viðræður áfram að hans sögn. Kjaradeilu Tollvarðafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var vísað til meðferðar gerðardóms fyrr í sumar og mun gerðardómur taka til starfa um næstu mánaðamót.

...