Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er með frumvarp í undirbúningi þar sem opinberum háskólum verður heimilað að innheimta skólagjöld af nemendum sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er með frumvarp í undirbúningi þar sem opinberum háskólum verður heimilað að innheimta skólagjöld af nemendum sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Erlendum umsóknum í íslenska háskóla hefur fjölgað hratt og voru t.a.m. umsóknir frá nemendum utan EES fyrir næsta skólaár tæplega tvö þúsund talsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru um 1.200 nemendur frá löndum utan EES

...