Nú þegar haustið fer að dragast nær og hitastigið að hrynja er ágætt að skoða hvaða kvikmyndir eru væntanlegar í bíó eða á streymisveitur í haust. Haustið hefur verið annasamasta árstíðin í kvikmyndabransanum síðustu áratugi en þá fara konfektmolar…
Sean Baker með Gullpálmann.
Sean Baker með Gullpálmann. — AFP/Loic Venance

Nú þegar haustið fer að dragast nær og hitastigið að hrynja er ágætt að skoða hvaða kvikmyndir eru væntanlegar í bíó eða á streymisveitur í haust.

Haustið hefur verið annasamasta árstíðin í kvikmyndabransanum síðustu áratugi en þá fara konfektmolar ársins, sem kvikmyndafyrirtækin telja geta keppt til Óskarsverðlauna í vor, að koma í bíó eða á streymisveitur.

Hér kemur því stutt úttekt á nokkrum væntanlegum kvikmyndum sem veðbankar telja líklegar til að hreppa verðlaun í ár. Fyrir utan þær myndir sem eru nefndar hér að neðan er Dune: Part Two talin líkleg til að hljóta einhver verðlaun í vor.

Gladiator II

Á Óskarsverðlaununum árið 2001 hreppti kvikmyndin Gladiator fimm verðlaun, þar með talið besta mynd

...