Forseti ASÍ Finnbjörn tók við embættinu á þingi ASÍ í apríl í fyrra.
Forseti ASÍ Finnbjörn tók við embættinu á þingi ASÍ í apríl í fyrra. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir 46. þing Alþýðusambands Íslands sem haldið verður 16.-18. október. Mikil málefnavinna er í gangi fyrir þingið. Fulltrúar ASÍ fóru hringferð um landið og funduðu með félagsmönnum og önnur hringferð stendur fyrir dyrum.

Afrakstur fundanna er notaður til að búa til drög að ályktunum sem hafa verið birt á sérstökum vef þingsins um þau þrjú höfuðmál sem fjalla á um á þinginu.

„Við fórum hringferð og héldum tíu fundi með félögum okkar í stjórnum og trúnaðarráðum víðsvegar um landið. Við erum síðan að fara aftur í hringferð og leggjum af stað eftir rúma viku. Þar munum við vinna þetta áfram og ítarlegar, þar sem menn munu bæta kjöti á beinin um aðgerðir og annað sem við sjáum fram á að þurfi að gera í þessum málaflokkum,“ segir Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ. „Við höldum tíu fundi á

...