Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Einhver hin mestu tíðindi í sögu Alþingis Íslendinga voru þingrofið 1931. Stór orð féllu og Morgunblaðið, sem alla jafna birti ekki stórar fyrirsagnir, var daginn eftir með stríðsfyrirsögn yfir þvera forsíðuna: Einræðisstjórn! Væntanlega hefur þetta verið stærsta fyrirsagnaletrið sem til var í prentsmiðju Ísafoldar.

Alla jafna voru auglýsingar á forsíðunni en þær urðu að víkja fyrir þessari stórfrétt.

Það var þriðjudaginn 14. apríl sem haldinn var fundur í sameinuðu Alþingi. Til umræðu átti að vera boðað vantraust á ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar, formanns Framsóknarflokksins. Áður en fundur hófst kvaddi Tryggvi sér hljóðs utan dagskrár og lýsti því yfir í

...