Sigur Bjartur Bjarmi Barkarson og félagar í Aftureldingu unnu ÍBV.
Sigur Bjartur Bjarmi Barkarson og félagar í Aftureldingu unnu ÍBV. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV mistókst að ná fjögurra stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í fótbolta er liðið mætti Aftureldingu á heimavelli á laugardag. Fór svo að Mosfellingar fóru með stigin þrjú heim eftir markaleik, 3:2.

Eyjamenn eru því áfram með eins stigs forskot á Fjölni á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir. Afturelding er í sjötta sæti með 30 stig, aðeins einu stigi frá ÍR og fimmta sætinu, sem gefur þátttökurétt í umspilinu í lok tímabils.

Elmar Kári Enesson Cogic, Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson skoruðu mörk Aftureldingar. Vicente Valor og Oliver Heiðarsson skoruðu mörk Eyjamanna.

Keflavík náði ekki að nýta sér tap ÍBV, því Keflvíkingar töpuðu sjálfir í Laugardalnum gegn Þrótti, 3:2. Keflavík er því enn í fjórða sæti með 31 stig, fjórum stigum frá

...