Guðbjörg Pálsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 20. júlí 1937. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 11. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Páll Þorbjörnsson þingmaður, skipstjóri og verslunarrekandi í Vestmannaeyjum, f. 7. október 1906, d. 20. febrúar 1975, og Bjarnheiður Jóna Guðmundsdóttir, húsmóðir í Vestmannaeyjum. Systkini: Guðrún, f. 23. september 1933, d. 25. ágúst 2013. Hrafn, f. 10. mars 1935, d. 22. maí 1986. Arndís, f. 29. september 1938, d. 20. apríl 2009. Þorbjörn, f. 3. maí 1951.

Fyrrverandi eiginmaður hennar var Sturla Friðrik Þorgeirsson smiður, f. 25. nóvember 1933, d. 23. mars 2016. Börn þeirra eru: 1) Páll, f. 2. mars 1956. Maki Anna Rósa Jóhannsdóttir, f. 5.7. 1960. Börn Páls og Önnu Rósu eru Guðbjörg, f. 27.9. 1980, og Sjöfn, f. 5.12. 1986. 2) Jóhann Pétur, f. 6. maí 1958. Maki Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir, f. 6.10. 1959.

...