Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson reyndist hetja Blackburn Rovers er liðið sigraði Oxford, 2:1, á heimavelli í ensku B-deildinni í fótbolta á laugardag. Skagamaðurinn kom inn á sem varamaður í stöðunni 1:1 á 76. mínútu og skoraði sigurmarkið á 83. mínútu með laglegu skoti í stöngina og inn. Sá hann til þess að Blackburn fór upp í þriðja sætið þar sem liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Í sömu deild lék Stefán Teitur Þórðarson, sveitungi Arnórs, fyrstu 74 mínúturnar hjá Preston er liðið vann Luton, 1:0, á heimavelli. Var sigurinn sá fyrsti hjá Preston á leiktíðinni og er liðið með þrjú stig í 18. sæti.

Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar hennar hjá Bayern München eru meistarar meistaranna í þýska fótboltanum eftir sigur á Wolfsburg, 1:0, í Dresden í gærkvöldi. Glódís lék allan leikinn með Bayern og var

...