Í útlendingamálum er þörf á hertum reglum og auknum upplýsingum

Á föstudag fögnuðu íbúar Solingen 650 ára afmæli þýsku borgarinnar. Sá fögnuður breyttist í hrylling þegar 26 ára karlmaður frá Sýrlandi réðst að fólki vopnaður hnífi og drap þrjá en særði átta, þar af að minnsta kosti einn lífshættulega. Maðurinn kom til Þýskalands fyrir tveimur árum og sótti um hæli, en fram að þessu var yfirvöldum ekki kunnugt um að hann væri íslamskur öfgamaður.

Ríki íslams lýsti ódæðinu á hendur sér og sagði morðingjann á þess vegum til að ná fram „hefndum fyrir múslima í Palestínu og annars staðar“. Fyrir árásinni hafi orðið „hópur af kristnum“, eins og hryðjuverkasamtökin orðuðu það.

Þessi hnífaárás er fjarri því sú fyrsta sem þýskur almenningur hefur mátt þola að undanförnu, slíkum árásum hefur þvert á móti farið mjög fjölgandi á síðustu árum og var einmitt sérstök umfjöllun um það í blaðinu

...