Sandur Skeiðarárbrúin og nýja brúin yfir Morsá til hægri.
Sandur Skeiðarárbrúin og nýja brúin yfir Morsá til hægri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þeirra tímamóta að 50 ár eru um þessar mundir frá opnun hringvegarins með byggingu brúar yfir Skeiðará verður minnst næstkomandi föstudag. Þann dag, 30. ágúst, verður málþing á Hótel Freysnesi sem hefst kl. 13 og hátíðardagskrá við vesturenda Skeiðarárbrúar byrjar 15.30.

Skeiðarárbrú, lengsta brú landsins, var vígð í júlí 1974, á 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Bygging hennar þótti verkfræðilegt þrekvirki á sínum tíma. Með henni var lokið við hringveginn sem eftir það tengdi byggðirnar umhverfis Ísland í samfellda heild. Um þetta allt verður fjallað á málþinginu þar sem Rögnvaldur Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, rifjar upp minningar frá brúarsmíðinni. Erindi sem Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, flytur ber yfirskriftina Síbreytilegur Skeiðarársandur, áskoranir í 50 ár og Þóroddur Bjarnason, prófessor í

...