„Kampi er fyrirtæki á skerðanlegri orku og það er árlegur viðburður að við fáum tilkynningu frá Landsneti um að ekki verði afhent skerðanleg orka og þá höfum við engan annan kost en að vinna á nóttunni,“ segir Kristján Jón Guðmundsson,…
Kampi Í Kampa á Ísafirði er unnið á nóttunni vegna orkuskerðingar.
Kampi Í Kampa á Ísafirði er unnið á nóttunni vegna orkuskerðingar. — Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Kampi er fyrirtæki á skerðanlegri orku og það er árlegur viðburður að við fáum tilkynningu frá Landsneti um að ekki verði afhent skerðanleg orka og þá höfum við engan annan kost en að vinna á nóttunni,“ segir Kristján Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði, í samtali við Morgunblaðið.

Sökum þess að fyrirtækið þarf að þola skerðingu á orkuafhendingu er það nauðbeygt til að láta vinna afurðirnar

...