Fögnuður Úkraínumenn fögnuðu sjálfstæðisdegi sínum víða.
Fögnuður Úkraínumenn fögnuðu sjálfstæðisdegi sínum víða. — AFP/Roberto Schmidt

Stjórnvöld í Úkraínu sökuðu í gær Hvít-Rússa um að hafa safnað saman herliði við landamæri ríkjanna tveggja. Úkraínska utanríkisráðuneytið sendi í gær frá sér sérstaka tilkynningu, þar sem stjórnvöld í Minsk voru hvött til þess að hætta „óvinsamlegum aðgerðum“ gagnvart Úkraínu.

Í tilkynningunni sagði að úkraínska leyniþjónustan hefði tekið eftir því að fjöldi hermanna væri nú kominn til Gomel-héraðs, sem liggur nærri norðurlandamærum Úkraínu, undir því yfirskini að þeir væru að taka þátt í heræfingum.

Þykir það minna nokkuð á upphaf innrásar Rússa í febrúar 2022, en þeir réðust m.a. inn í norðurhluta Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi með herliði, sem þar hafði tekið þátt í „heræfingum“.

„Við vörum hvítrússneska embættismenn við því að fremja sorgleg

...